Að hafa jafnvægi á tilfinningum.

Tilfinningar skipta miklu máli um það hvernig okkur líður, hversu mikinn kraft og löngun við höfum fyrir lífinu og hversu heilbryggð við erum almennt.

Hvar verða tilfinningarnar til ?
Það hljómar kannske undarlega í fyrstu en tilfinningar verða ekki til í heilanum heldur eru þær upprunnar í líkamanum.

Tilfinningar eins og depurð-hræðsla-reiði og sorg geta skapað grunninn að veikindum þegar þær taka yfir hug okkar og við stjórnum ekki lengur tilfinningum okkar heldur stjórna þær okkur.
Tilfinningar eru tengdar geðinu og hafa áhrif á líf okkar.

Undir eðlilegum kringumstæðum eru tilfinningar ekki orsök veikinda, en engin manneskja getur komist hjá því að verða reið-döpur-örg-hrædd eða áhyggjufull á einhverjum tímapunti í lífi sínu, en í flestum tilfellum leiða þessar tilfinningar ekki til langvarandi ójafnvægis. Tilfinningar geta aðeins valdið veikindum ef þær eru langvarandi eða alvarlegar.

Áföll er aftur á móti utanaðkomandi truflun á tilfinningar og geta haft mjög djúp áhrif á líkamsstarfsemina, ef ekki er unnið úr þeim eða það dregið of lengi, þá er meiri líkur á að þau valdi skaða og leiði til depurðar-kvíða-og dragi úr lífsgleðinni.

Það er til fljótvirk leið til að vinna með þetta sem of fár vita um og því vil ég vekja athyggli á EFT, eða Emotional freedom techniq, tækni sem virkar fljótt og þægilega og leysir úr fjölmörgum andlegum vandamálum sem hrjá fólk.

Tímapantanir í síma: 891 6892   
Upplýsingar:  www.sigurdurjeinarsson.com