Ein áhrifaríkasta líkamsmeðferð sem til er

Hjálpar við meðhöndlun flestra þekktra vandamála s.s bak- og hálsverki, hnévanda, íþróttameiðsla, axlameina, tennisolnboga og öndunarvandamáli. Einkenni eins og síþreyta, heymæði, höfuðverkur, nýrnavandamál og vandamál tengd sogæðakerfinu hafa öll brugðis vel við meðferði með Bowen tækni. Með því að fara í 2-4 meðferðir á ári. Bowen tækni tekur einnig á öðrum einkennum. Meðferðin er örugg og áhrifarík fyrir alla aldurshópa.
Í hverju felst meðferðin?
Bowen meðferðin tekur um það bil 45 -55 mínútur. Hægt er að vinna að mestu leiti í gegnum þunn föt. Tvær til þrjár meðferðir með viku millibili, eru oftast nóg til að ná varanlegum bata við langvarandi verkjum, þó eru stundum fleiri meðferðir nauðsynlegar. Til að ná hámarks árangri er mælt með að ekki séu aðrar meðferðir teknar samhliða Bowen, s.s. nudd, svæðanudd, sjúkraþjálfun o.s.fr.