EFT Áfallalosun hjá Sigurði J Einarssyni
EFT stendur fyrir Emotional Freedom Technique

Þarftu að losna við Reiði .Kvíða .Áfallaröskun. Hræðslu. Einelti. Ofbeldi. eða Yfirvigt.
Þessi aðferð er notuð mjög víða af meðferðaraðilum og alskonar fagfólki, hún er afar fljótvirk fyrir andlegan og líkamlegan bata eftir slysi eða önnur áföll.

EFT er aðferð til að losa um gömul og ný áföll eða önnur áföll sem fólk fer í gegnum í lífinu.
EFT er magnað verkfæri til að losa neikvæðar tilfinningar og verki fljótt og mjúklega á þægilegan hátt. Eins og kennari minn Suzanne Zasharia komst að orði , sálfræði og dáleiðsla er taltækni, en EFT bætir við líkamlega þættinum, vegna þess að áföll og sjokk er neikvæð orka í orkubrautum líkamans, sem EFT meðferðin losa fljótt og þægilega.

Áfall eða Sjokk
Þegar við lendum í slysi eða óhappi ,þá verður líkaminn fyrir áfalli líkamlegu og andlegu, vegna þess sem skéður óvænt eða snöggt , við verðum hrædd við það , um okkur ,eða eihvern annan, slasist líkaminn geymir hann það sem áfall eða neikvæða orku sem þarf að losa sem fyrst , ef áfallið er ekki losað getur það valdið verkjum bólgum alskonar óþægindum og jafnvel sjúkdómum.
Neikvæð orka og áfall tefur fyrir heilun líkamanns sjálfs.

Einnig eru annarskonar áföll eins og sorg, áfall vegna skilnaðar við maka eða – foreldra, áfall vegna margskonar breitinga í lífinu, áfall vegna viamissir, eða áfall vegna uppsagnar í vinnu, áfall vegna reiði þegar við erum beitt misrétti, áfall vegna eineltis, áfall vegna ofbeldis, áfall vegna andlegrar og líkamlegri kúgunar sem dæmi.

Við þetta safnast upp neikvæð orka, sem sest að í líkamanum , grindarholi bakinu , öxlum , hálsi, og höfði. Því fyrr sem viðkomandi kemst í þessa meðferð ásamt Bowen , verður hann fljótari að ná bata.

Hvað ef þú hefðir aðgang að meðferð til að losa um áfallið kvíðann óvissuna vonbrygðin reiðina, sem getur heilað tilfinningasár, og lifað sáttari í skapandi frelsi.

EFT meðferð getur látið það rætast á mjúkan og þægilegan hátt.