Saga Ljósmóður sem fann frelsið

Hún var ljósmóðir, 70 ára, fráskilin, og er á bótagreiðslum, alltaf lasin og er búin  að vera í alskonar meðferðum í kerfinu, inn og út af sjúkrahúsum, er á einhverjum lyfjum, þolir illa snertingu vegna verkja í vöðvum, er afar stressuð, andadráttur frekar grunnur, fær stundum andnauð, verður mjög hrædd og var að því komin að gefast upp á lífinu.

Hún talaði látlaust um hvað aðrir væru alltaf með aðfinnslur, vegna þess hvernig hún bregst við svörum þeirra sem hún á í samskiptum við, henni finnst fólk ekki hlusta á það sem hún er að segja um sínar tilfinningar og líðan og þar af leiðandi  er kveikjuþráðurinn afar stuttur, flestir ómögulegir og skilningslausir.

Ég útskýrði fyrir henni hvað væri sennilega í gangi hjá henni, að það væri uppsöfnuð neikvæð spenna sennilega alla leið frá æsku sem væri að hafa þessi áhrif á hana. Þá sagði hún mér að faðir hennar hefði átti erfiða æsku , móðir hans vildi ekki sjá hann og lét gamla frænku sín taka við honum, hann varð síðan mjög strangur við sín börn og verstur við hana, en hún var yngst, og viðkvæmust, hún hljóp í felur þegar hann eða systur hennar skömmuðu hana og niðurlægðu fyrir smámuni.

EFT aðferðin virkaði mjög fljótt. Fyrst losuðum við burt reiðina út í pabbann, svo niðurlæginguna, síðan höfnunina og önnur fortíðar vandamál, síðast hnútinn úr hjartanu og þá voru öll óþægindi og spenna farin.

EFT meðferðin er Rétt og  Sönn þess vegna virkar hún svo fljótt og vel.